Fréttir

Gulir varabúningar í sumar
Knattspyrna | 19. júní 2012

Gulir varabúningar í sumar

Keflavíkurliðið mun leika í gulum varabúningum í sumar.  Liðið hefur undanfarin ár leikið í alrauðum varabúningum en í ár þóttu bæði aðal- og varabúningarnir vera of líkir búningum Selfyssinga.  Því hefur verið gripið til þess ráðs að panta algula búninga sem liðið mun nota sem varabúninga í sumar.  Rauði varabúningurinn verður þó áfram notaður í framtíðinni en þá verða einnig hvítar treyjur til taks ef á þarf að halda.

Með gula varabúningnum er horft aftur til fortíðar en Keflavík lék einmitt í gulum og bláum búningum árin 1973-1989.  Þegar félagið hóf að leika í Íslandsmóti árið 1956 lék liðið hins vegar í svörtum peysum og hvítum buxum.  Árið 1990 var sá búningur aftur tekinn í notkun en frá árinu 1996 hafa allir deildir Keflavíkur leikið í dökkbláum búningum.  Síðan hefur knattspyrnuliðið leikið í dökkbláum peysum, buxuum og sokkum og notað alrauða varabúninga.