Gull á ReyCup
ReyCup mótið var haldið dagana 21.-25. júlí. sl. Á mótinu voru tæplega eitt þúsund keppendur í þriðja og fjórða flokki karla og kvenna víðs vegar af landinu sem og erlendis frá. Að þessu sinni sendi 4. flokkur kvenna frá Keflavík eitt lið á mótið. Mótið var frábær upplifun fyrir stelpurnar enda vel að öllu staðið og mikil dagskrá í gangi alla dagana. Aðalatriðið eru þó leikirnir sjálfir. Stelpunum gekk mjög vel undir styrkri stjórn Nínu Ósk Kristinsdóttur þjálfara. Til að gera langa sögu stutta sigruðu stelpurnar alla leikina og komust þannig í úrslitaleikinn sem var á móti Grindavík. Leiknum lauk með 3-0 sigri Keflavíkur, þar með voru stelpurnar komnar með GULLverðlaun og bikar. Allir fóru því glaðir og þreyttir heim eftir langa en frábæra helgi.
Áfram Keflavík!
Myndir: Magnús Vilbergsson