Gunnar Magnús hættir
Þann 11. desember síðastliðinn kom Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar saman ásamt öllum þjálfurum yngri flokka til að kveðja Gunnar Magnús Jónsson. Hann hefur starfað lengi hjá knattspyrnudeild Keflavíkur en ákvað á dögunum að söðla um og hefja störf við þjálfun stúlknaflokka hjá Grindavík.
Gunnar Magnús Jónsson og Smári Helgason formaður barna- og unglingaráðs.
Við það tækifæri var honum færður þakklætisvottur fyrir vel unnin störf hjá knattspyrnudeildinni um leið og honum var óskað velfarnaðar í framtíðinni.
Gunnar verður þó áfram með allra yngstu iðkendur félagsins eins og undanfarin ár.