Hafsteinn til Keflavíkur
Hafsteinn Ingvar Rúnarsson skrifaði undir samning við Keflavík á dögunum og er samningurinn til þriggja ára. Hafsteinn er fæddur árið 1983 og er uppalinn Keflvíkingur. Hafsteinn spilaði síðast hjá okkur í Keflavík sumarið 2003 í 1.deildinni. Í fyrra var Hafsteinn einn af burðarásum Reynismanna í 1. deildinni en hann hefur spilað með þeim sl. þrjú ár. Hafsteinn hefur einnig spilað með Grindavík, Njarðvík og Víði. Hann hefur spilað um 80 meistaraflokksleiki og skorað í þeim 14 mörk. Hafsteinn er fljótur og leikinn leikmaður, mikill baráttumaður. Hann getur spilað sem framherji og kantmaður.
Við bjóðum Hafstein Ingvar velkominn í hópinn.
Myndir: Jón Örvar