Fréttir

Knattspyrna | 21. maí 2008

Hagkaup styrkir 6. flokk

Hagkaup og Knattspyrnudeild Keflavíkur hafa gert með sér samstarfssamning til næstu tveggja ára.  Þetta er samstarfs- og styrktarsamningur sem felur í sér að Hagkaup styður við kaup Keflavíkur á búningum fyrir 6. flokk.  Þetta samstarf við barna- og unglingastarf deildarinnar er kærkomið og mun styrkja deildina verulega.  Þessi nýji samstarfsaðili, Hagkaup, gerði samning til næstu tveggja ára með von um að samstarfið gangi vel og mun þá væntanlega verða endurskoðað.  Við hvetjum foreldra og stuðningsmenn Keflavíkur til styðja við Hagkaup sem og aðra samstarfsaðila félagsins.  Samningurinn var undirritaður í nýrri og glæsilegri verslun Hagkaupa að Fitjum nýlega og það voru Smári Helgason fyrir hönd Keflavíkur og Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, sem það gerðu.