Fréttir

Knattspyrna | 8. júlí 2006

Hálfleikskaffi hjá Sportmönnum

Kæru Sportmenn (og -konur),

Á sunnudaginn fer fram síðari leikur Keflavíkur og Lilleström í InterToto-keppninni og hefst hann kl. 14.00 á Keflavíkurvelli. Fyrri leikurinn endaði með 4:1 sigri Norðmannanna og verður því róðurinn þungur.  Suðurnesjamenn eru hins vegar ekki vanir að leggja árar í bát þótt á móti blási og aldrei að vita nema við skorum snemma og þá styttist í 3:0 sem myndi fleyta okkur áfram. Mætum því vel og styðjum strákana til góðra verka.

Að þessu sinni verður ekki fundur fyrir leik en boðið verður upp á hálfleikskaffi í Holtaskóla.

Stjórnin.