Fréttir

Knattspyrna | 13. júní 2008

Hallgrímur fyrirliði U21 árs liðsins

Hallgrímur Jónasson var fyrirliði U-21 árs landsliðs Íslands sem mætti Noregi á Hlíðarenda í gærkvöldi.  Íslenska liðinu gekk reyndar ekki sem best á móti frændum okkar og tapaði 1-4.  Hallgrímur lék fyrri hálfleikinn og stóð sig vel eins og hans er von og vísa en allir leikmenn íslenska liðsins tóku þátt í leiknum sem var vináttuleikur.  Hallgrímur hefur verið fastamaður í U-21 árs liðinu undanfarið ár og lék sinn 7. leik með liðinu í gær.  Hann lék í vor sinn fyrsta A-landsleik gegn Færeyjum.

Myndir: Jón Örvar Arason