Hallgrímur í byrjunarliðinu
Hallgrímur Jónasson er í byrjunarliði U-21 árs landsliðs Íslands sem leikur við Slóvaka í undankeppni EM 2009 í dag. Leikurinn fer fram í Senec í Slóvakíu og hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma. Þetta er í fyrsta skipti sem Hallgrímur leikur með U-21 árs liðinu en hann verður í stöðu miðvarðar í leiknum. Liðið leikur svo gegn Belgum á Akranesvelli á þriðjudaginn.
Hallgrímur leikur sinn fyrsta U-21 árs leik.
(Mynd: Jón Örvar)