Fréttir

Knattspyrna | 12. mars 2008

Hallgrímur í landsliðshópinn

Landsliðshópur Íslands var tilkynntur í hádeginu í dag og eigum við Keflvíkingar fulltrúa í þeim hópi.  Hallgrímur Jónasson er einn af fimm nýliðum sem Ólafur Jóhannesson valdi fyrir leikinn við Færeyinga í Kórnum í Kópavogi næstkomandi sunnudag kl. 16:00.  Hallgrímur hefur verið í U-21 landsliði Íslands undanfarið og er vel að því kominn að verða fyrir valinu að þessu sinni.  Einnig eigum við Keflvíkingar fulltrúa í færeyska liðinu því eins og kunnugt er mun Símun Samuelssen einnig spila þennan leik.  Þá er Jónas Guðni Sævarsson í íslenska landsliðinu en hann er að sjálfsögðu Keflvíkingur þó svo að hann spili nú tímabundið með öðru liði.

Eins kom fram á fréttamannafundi KSÍ að Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, mun aðstoða Ólaf landsliðsþjálfara við að afla upplýsinga um andstæðinga Íslands og mun Kristján hafa lið Makedóníu til skoðunar.