Fréttir

Knattspyrna | 31. ágúst 2007

Hallgrímur í U-21 árs hópnum

Hallgrímur Jónasson er í U-21 árs landsliðshópi Íslands sem leikur tvo leiki í undankeppni EM á næstu vikum.  Lúkas Kostic kallaði Hallgrím inn í hópinn rétt fyrir leik gegn Kýpur á dögunum vegna meiðsla annarra leikmanna.  Nú er Hallgrímur valinn í hópinn sem leikur gegn Slóvökum á útivelli föstudaginn 7. september og á heimavelli gegn Belgum þriðjudaginn 11.  Við óskum okkar manni og liðinu góðs gengis í leikjunum tveimur.


Hallgrímur íbygginn á svip.
(Mynd: Jón Örvar)