Hallgrímur í U-21 árs liðið
Hallgrímur Jónasson hefur varið valinn í U-21 árs landsliðs Íslands sem leikur gegn Kýpur á morgun, miðvikudag. Lúkas Kostic kallaði Hallgrím inn í hópinn í stað Eggerts Gunnþórs Jónssonar frá Hearts sem er meiddur. Hallgrímur hefur áður verið í leikmannahópi U-21 árs liðsins en ekki náð að leika með liðinu. Leikurinn gegn Kýpur er fyrsti leikur þjóðanna í undankeppni Evrópukeppni U-21 árs liða sem fer fram árið 2009; leikurinn fer fram á Grindavíkurvelli og hefst kl. 16:00.
Hallgrímur á ferðinni gegn FH (Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)