Knattspyrna | 17. desember 2005
Hallgrímur Jónasson semur við Keflavík
Húsvíkingurinn ungi og efnilegi Hallgrímur Jónasson, leikmaður Þórs á Akureyri, hefur samið við Keflavík og leikur með liðinu næstu þrjú árin. Hallgrímur hefur verið eftirsóttur af liðum í Landsbankadeildinni enda spilað leiki með yngri landsliðum Íslands og verið til reynslu hjá hollenskum liðum. Knattspyrnudeild Keflavíkur vill bjóða Hallgrím velkominn til Keflavíkur og væntir mikils af honum. Knattspyrnudeild Þórs á Akureyri eru þökkuð vinsamlega samskipti vegna samninga um leikmanninn. ási