Hallgrímur til Lokeren
Hallgrímur Jónasson er á leiðinni til belgíska félagsins Lokeren til reynslu. Hallgrímur heldur út strax eftir síðasta leikinn í Landsbankadeildinni (og lokahóf Knattspyrnudeildar á laugardagskvöldið) og verður hjá Lokeren í tvær vikur. Hallgrímur hefur verið að leika hinar ýmsu stöður með Keflavíkurliðinu í sumar og hann hefur leikið tvo síðustu leiki U-21 árs landsliðs Íslands sem miðvörður. Í gegnum árin hefur Lokeren verið sannkallað Íslendingalið og síðast lék Rúnar Kristinsson með liðinu.
Hallgrímur þarf að fara að æfa sig í belgískunni.
(Mynd: Jón Örvar)