Fréttir

Knattspyrna | 17. september 2004

Halli bestur gegn Grindavík

Fyrirliðinn Haraldur Guðmundsson var valinn maður leiksins gegn Grindavík af lesendum heimasíðunnar.  Af þeim 137 sem tóku þátt töldu 31% að Haraldur hefði staðið sig best enda skoraði hann tvö mörk í leiknum og var sterkur í vörninni.  Næstir komu Guðjón Antoníusson með 16% og Jónas Sævarsson með 15% atkvæða en aðrir fengu minna.  Við þökkum þeim sem tóku þátt. 



Haraldur skorar annað marka sinna í leiknum gegn Grindavík.
(Mynd: Jón Örvar Arason)