Happdrætti
Stjórn Knattspyrnudeildar Keflavíkur hefur ákveðið að fresta drætti í bílahappdrætti Keflavíkur sem átti að vera 12.09 sl. til 31.12 2004. Samkvæmt því leyfi sem gefið var út af dómsmálaráðuneytinu vegna happdrættisins má fresta drætti í eitt skipti. Knattspyrnudeildin hefur ákveðið að nýta sér þann rétt. Við biðjum þá afsökunar á þessum drætti sem keypt hafa miða og vonum að óþægindin verði ekki óbærileg.
Með vinsemd.
F.h. Knattspyrnudeildar Keflavíkur,
Ásmundur Friðriksson