Fréttir

Knattspyrna | 2. febrúar 2010

Haraldur Freyr áfram í Keflavík

Haraldur Freyr Guðmundsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Keflavík.  Haraldur skipti í Keflavík um mitt síðasta sumar þegar hann fékk sig lausan frá Apollon Limmason á Kýpur.  Haraldur hefur undanfarið skoðað aðstæður hjá nokkrum erlendum liðum en hefur nú ákveðið að vera í okkar herbúðum í sumar.  Það er mikil gleðifregn og það verður liðinu óneitanlega mikill styrkur að hafa jafn sterkan leikmann í sínum röðum allt frá byrjun móts.