Haraldur Freyr í banni
Fyrirliði vor, Haraldur Freyr Guðmundsson, verður í leikbann þegar Fram kemur í heimsókn á mánudagskvöldið í 8. umferð Pepsi-deildarinnar. Drengurinn er kominn með fjögur gul spjöld í sumar og verður því að taka út eins leiks bann. Haraldur Freyr er búinn að spila feykivel fyrir Keflavíkurliðið það sem af er móti. Það er því mikill missir að hann geti ekki leikið með en auðvitað kemur maður í manns stað. Þess má geta að hinn snjalli leikmaður Fram, Jón Guðni Fjóluson, verður einnig í banni í leiknum.