Haraldur Freyr í landsliðið
Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliðinn okkar hefur verið kallaður í landsliðið gegn Andorra á laugardaginn kemur. Kristján Örn Sigurðsson þurfti að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla og kemur okkar maður í hans stað. Haraldur hefur verið að spila virkilega vel fyrir Keflavík og er vel að þessu kominn. Við óskum Haraldi Frey og landsliðinu góðs gengis.