Haraldur Freyr og Nína Ósk leikmenn ársins
Lokahóf Knattspyrnudeildar Keflavíkur var haldið í Stapa laugardaginn 1. október. Þar var sumarið gert upp og veittar viðurkenningar fyrir góða frammistöðu. Þau Haraldur Freyr Guðmundsson og Nína Ósk Kristinsdóttir voru valin leikmann ársins í meistaraflokki karla og kvenna.
Lokahóf Knattspyrnudeildar fór fram í nýuppgerðum Stapa að þessu sinni og var glæsilegt að venju. Þeim sem starfað hafa fyrir deildina í sumar voru veittar viðurkenningar fyrir þeirra framlag. Fjölmiðlagyðjan var veitt í sjötta sinn en hún er veitt þeim sem þykir hafa fjallað hvað best um íslenska knattspyrnu á keppnistímabilinu. Að þessu sinni var það íþróttadeild RÚV sem hlaut Fjölmiðlagyðjuna fyrir þáttinn Íslenska boltann.
Á hófinu fengu leikmenn meistaraflokka viðurkenningar fyrir leikjafjölda. Guðmundur Steinarsson fékk viðurkenningu fyrir 200 leiki, Guðjón Árni Antoníusson, Hólmar Örn Rúnarsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson fyrir 150 leiki, Hörður Sveinsson fyrir 100 leiki og þau Brynjar Örn Guðmundsson, Anna Rún Jóhannsdóttir og Eva Kristinsdóttir fyrir 50 leiki. Hörður Sveinsson fékk gullskóinn sem markahæsti leikmaður karlaliðsins og Brynjar Örn Guðmundsson silfurskóinn og hjá kvennaliðinu fékk Nína Ósk Kristinsdóttir gullskóinn og Agnes Helgadóttir silfurskóinn. Arnór Ingvi Traustason fékk verðlaun fyrir mark ársins en það kom gegn ÍBV í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar og var fyrsta mark hans fyrir Keflavík.
Að lokum voru leikmenn ársins valdir. Hjá 2. flokki kvenna var Heiða Helgudóttir besti félaginn, Íris Björk Rúnarsdóttir var efnilegust og Sigurrós Eir Guðmundsdóttir var valin besti leikmaðurinn. Í 2. flokki karla var það Birgir Ólafsson sem var kjörinn besti félaginn, Theodór Guðni Halldórsson efnilegastur og besti leikmaðurinn var svo Arnór Ingvi Traustason. Karitas S. Ingimarsdóttir var valin besti félaginn í meistaraflokki kvenna, Arna Lind Kristinsdóttir efnilegust og leikmaður ársins var Nína Ósk Kristinsdóttir. Efnilegastur hjá meistaraflokki karla er Magnús Þórir Matthíasson og leikmaður ársins er Haraldur Freyr Guðmundsson.
Við birtum fleiri fréttir og myndir frá lokahófinu næstu daga.
Haraldur Freyr og Nína Ósk eru leikmenn ársins hjá Keflavík.
(Mynd: Jón Örvar Arason)