Fréttir

Knattspyrna | 13. febrúar 2003

Haukur Ingi til Fylkis

Í gær var gegngið frá félagaskiptum Hauks Inga Guðnasonar í Fylki og skrifaði Haukur undir þriggja ára samning við félagið.  Þessi skipti hafa verið á dagskránni í nokkurn tíma en Haukur Ingi taldi nauðsynlegt fyrir sig að leika í efstu deild til að auka möguleika sína á landsliðssæti og vekja áhuga erlendra liða.  Nú hefur loks náðst samkomulag sem allir aðilar málsins eru sáttir við.  Við óskum Hauki Inga velfarnaðar á nýjum vígstöðvum og þökkum honum framlag hans til knattspyrnunnar í Keflavík undanfarin ár, innan vallar sem utan.