Heiðursmerki KSÍ og Knattspyrnudeildar
Í tilefni af 80 ára afmæli Keflavíkur á dögunum fékk hópur góðra manna heiðursmerki frá KSÍ og Knattspyrnudeild Keflavíkur. Þeir Magnús Haraldsson, Jón Ólsen, Jóhannes Ellertsson, Þorsteinn Erlingsson og Árni Sigfússon fengu gullmerki KSÍ og silfurmerki KSÍ fengu Ólafur Bjarnason, Hjörleifur Stefánsson, Einar Haraldsson, Zoran Daníel Ljubicic, Jón Örvar Arason, Falur Daðason, Jóhann Gunnarsson, Þórólfur Þorsteinsson, Smári Helgason, Þórður Þorbjörnsson, Einar Aðalbjörnsson og Þorgrímur Hálfdánarson.
Silfurmerki og gullmerki Knattspyrnudeildar eru nýlunda hjá deildinni og verða í framtíðinni veitt þeim sem hafa stutt og styrkt deildina til lengri tíma. Einnig munu leikmenn, þjálfarar og aðrir velunnarar deildarinnar koma til greina við afhendingu þessarar viðurkenningar. Merkin voru nú veitt í fyrsta sinn og fengu Daði Þorgrímsson og Steinar Sigtryggsson silfurmerki Knattspyrnudeildar ásamt viðurkenningu frá KSÍ.