Í dag var dregið um töfluröð fyrir efstu deildir karla og kvenna á Íslandsmótinu 2005. Svo skemmtilega vildi til að bæði karla- og kvennalið Keflavíkur fengu heimaleik gegn FH í fyrstu umferð. Það er því ljóst að Íslandsmeistarar FH koma í heimsókn strax í fyrsta leik; kvennalið FH varð hins vegar í 6. sæti Landsbankadeildarinnar. Þá er bara að fara að hlakka til enda ekki nema hálft ár þar til mótin hefjast.