Heimaleikur gegn Fylki í Borgunarbikarnum
Keflavík á heimaleik gegn Fylki í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins en dregið var nú í hádeginu. Til gamans má geta að öll Suðurnesjaliðin fengu heimaleik í bikarnum. Leikirnir fara fram 25. eða 26. maí.
Þetta verður í fjórða skiptið sem við mætum Fylki í bikarkeppninni og þar hefur Keflavík alltaf farið með sigur af hólmi. Liðin mættust fyrst í bikarnum árið 1989 þegar þau léku í 16 liða úrslitum á heimavelli Fylkis. Keflavík vann þá 2-0 þar sem Valþór Sigþórsson og Óli Þór Magnússon gerðu mörkin. Næsti bikarleikur þessara félaga var í 8 liða úrslitunum árið 1995 og þá á Keflavíkurvelli. Þar vann Keflavík 2-1 en það voru þeir Ragnar Margeirsson og Kjartan Einarsson sem sáu um markaskorun. Síðast léku liðin í bikarnum árið 2004 á Fylkisvelli en sá leikur var í 8 liða úrslitum keppninnar. Þar gerði Þórarinn Kristjánsson eina mark leiksins fyrir Keflavík sem fór alla leið og vann bikarinn.
Þessi lið mætast í 32 liða úrslitunum:
Stjarnan - Víkingur Ó.
ÍBV - Huginn
Fram - HK
Víðir - Sindri
FH - KF
Fjölnir - Valur
Kría - Breiðablik
Grindavík - KA
ÍA - KV
KR - Selfoss
Haukar - Víkingur R.
Reynir S. - Vestri
Keflavík - Fylkir
Grótta - Augnablik
Þróttur R. - Völsungur
Leiknir R. - KFG
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson