Heimaleikur gegn Stjörnunni í VISA-bikarnum
Keflavík leikur á heimavelli gegn 1. deildarliði Stjörnunnar í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla. Dregið var í hádeginu í höfuðstöðvum KSÍ. Leikirnir fara fram miðvikudaginn 18. og fimmtudaginn 19. júní.
Það er óhætt að segja að þetta sé sögulegur dráttur fyrir Keflavík því liðið lék síðast heimaleik í bikarkeppnninni 3. júlí árið 2002. Síðan hefur Keflavíkurliði leikið 17 leiki í röð á útivelli í keppninni. Liðið hefur m.a. leikið fjóra undanúrslita- og úrslitaleiki á Laugardalsvelli árin 2004 og 2006 og alltaf dregist sem útilið í þeim leikjum. Liðinu tókst þó að verða bikarmeistari bæði árin. Það er því kærkomið að fá loksins tækifæri til að leika bikarleik á heimavelli. Það er ljóst að Stjörnuliðið er sýnd veiði en ekki gefin en liðið er í efri hluta 1. deildarinnar. Þess má geta að þetta verður fyrsta viðureign Keflavíkur og Stjörnunnar í bikarkeppninni.
Þessi lið mætast annars í 32 liða úrslitunum en þar verður m.a. Suðurnesjaslagur milli Þróttar Vogum og Víðis.
Víðir - Þróttur Vogum
HK - ÍA
Þór - Valur
Breiðablik - KA
Þróttur R. - Fylkir
Fjölnir - KFS
Reynir S. - Sindri
KR - KB
Fram - Hvöt
Haukar - Berserkir
Keflavík - Stjarnan
Hamar - Selfoss
ÍBV - Leiknir Reykjavík
Grindavík - Höttur
Fjaraðbyggð - FH
Víkingur R. - Grótta