Heimaleikur hjá 3. flokki í úrslitakeppninni
Úrslitakeppni 3. flokks fer fram, í þessari viku og leika okkar piltar á heimavelli í undanúrslitunum. Þeir leika gegn Haukum á fimmtudag kl. 17:15 á Sparisjóðsvellinum. Á sama tíma leika Fjölnir og Stjarnan í hinum undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikurinn verður svo sunnudaginn 13. september en ekki er búið að ákveða leikstað. Við hvetjum stuðningsmenn til að mæta á völlinn og styðja strákana okkar sem hafa verið að standa sig frábærlega í sumar og urðu m.a. bikarmeistarar um síðustu helgi.