Við minnum á heimaleikinn gegn Leiftri/Dalvík sem verður á Keflavíkurvelli í kvöld kl. 20:00. Norðanmenn eru í 8. sæti deildarinnar með 4 stig eftir 5 leiki. Okkar menn eru nú í 3. sætinu með 9 stig eftir 4 leiki; Víkingar eru efstir með 11 stig og Þór er með 10 stig en þessi lið hafa bæði leikið 5 leiki. Við hvetjum stuðningsmenn til að fjölmenna á leikinn og hvetja liðið í toppbaráttunni.