Fréttir

Knattspyrna | 19. febrúar 2008

Herrakvöld 29. febrúar

Herrakvöld Knattspyrnudeildar Keflavíkur verður haldið 29. febrúar í Oddfellowsalnum, Grófinni 7.

Húsið opnar kl.19:00 og hrista menn sig saman og raða sér saman á borð.  Þjálfari meistaraflokks karla, Kristján Guðmundsson, bíður gesti velkomna og veislustjóri Halldór Einarsson (Henson) tekur við stjórn.
Kl. 20:00 hefst borðhald en um matinn sér Ásgeir Erlingsson frá Veislum og Víni Hafnarfirði.  Ásgeir er gamalreyndur í faginu enda landsliðsmaður í faginu á árum áður.
Í lok borðhalds kemur að þætti ræðumanns kvöldsins en það verður Steinþór Jónsson, formaður Íþrótta- og tómstundarráðs Reykjanesbæjar.
Uppboð á glæsilegum málverkum auk óvæntra hluta verður á sínum stað að ógleymdu happadrættinu sem er ómissandi á svona fjáröflunarkvöldi. Meðal vinninga eru utanlandsferðir.  Kvöldið er haldið til styrktar æfingarferð meistaraflokks karla til Tyrklands nú í vor.
Innkoma skemmtikrafts verður, en það verður ekki upplýst fyrr en á kvöldinu sjálfu hver það er eða hvernig atriðið verður.
Meistaraflokkur karla annast alla þjónustu þetta kvöld og er mönnum bent á að láta þá hreyfa sig þar sem undirbúningstímabilið er á fullu.  Og hafa í huga að hver ferð sem þeir eru sendir til að sækja veitingar skilar sér í úthaldi nú í sumar.
Þegar nær dregur kvöldinu verður kynnt sérstaklega eftir hvaða málverk verða boðin upp og eftir hverja.

Miðaverð er kr. 5500 og má nálgast miða hjá:
- Einari Helga Aðalbjörnssyni í síma 8612031
- Hjá leikmönnum meistaraflokks
- Skrifstofu Knattsyrnudeildar í síma 4215188

Húsið tekur aðeins 140 karla og er um að gera að kaupa miða strax til að eiga möguleika.