Herrakvöld knattspyrnudeildar verður föstudaginn 21. mars í KK-salnum við Vesturbraut. Húsið opnar kl. 19:00 og í boði er glæsilegur matseðill og skemmtiatriði. Veislustjóri verður Árni Ragnar Árnason alþingismaður og ræðumaður kvöldsins Guðjón Hjörleifsson fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Við hvetjum stuðningsmenn til að mæta á kvöldið en þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Halldór Leví í síma 896-5565.