Herrakvöld í uppsiglingu
Nú nálgast herrakvöld Knattspyrnudeildar sem verður föstudaginn 5. maí í KK-salnum við Vesturbraut. Þar verður boðið upp á glæsilegan mat og skemmtilega dagskrá. Ræðumaður kvöldsins verður Vestfirðingurinn Halldór Jónsson en hann er á myndinni hér til hægri. Halldór er blaðamaður á Skessuhorni og er fastagestur í þáttunum Ísland í bítið á Stöð 2 enda þykir hann með skemmtilegustu mönnum landsins. Þá mun brandarakallinn Siggi Gúmm troða upp en hann er Vesturbæingur sem nýlega er orðinn að Eyjamanni eftir 40 ára búsetu þar. Það er ljóst að þessir menn eiga eftir að búa til skemmtilegt kvöld ásamt gestum herrakvöldsins.
Við hvetjum vinnufélaga og vinahópa til að taka sig saman, eiga góða kvöldstund og styrkja um leið starfsemi Knattspyrnudeildar Keflavíkur.
Upplýsingar gefa:
Hjörleifur Stefánsson í síma 893-9065
Ólafur Bjarnason í síma 892-9884
Reynir Ragnarsson í síma 693-4329
Jón Örvar Arason í síma 898-4213 eða sendið honum póst á jonorvar@leeds.is.