Knattspyrna | 19. mars 2005
Herrakvöld Keflavík
Herrakvöld Keflavíkur verður haldið í Stapanum 4. maí n.k. Það eru fyrrum leikmenn Keflavíkur sem bera hitann og þungana af kvöldinu og eru þar fremstir í flokki Karl Finnbogason og Steinbjörn Logason. Boðið verður upp á vandaða dagskrá og góðan mat. Á næstu dögum og vikum verður farið að kynda undir þátttöku á Herrakvöldið en miðað við fyrstu viðbrögð má búast við því að að allir miðar seljist í forsölu. Við ætlum að kynna dragskrána í nokkrum skömmtum, hún verður hefðbundinn með ræðumanni kvöldsins, listaverkauppboði, happdrætti og skemmtiefni af öllu mögulegu tagi. Þess má geta að 4. maí er miðvikudagskvöld fyrir uppstigningardag. Stærri hópar ættu að hafa samband við skrifstofu Knattspyrnudeildar og tilkynna þáttöku sem fyrst í síma 894-3900, 421-5188 eða á netfangið
kef-fc@keflavik.is.