Herrakvöld Keflavíkur 25. febrúar
Herrakvöld Keflavíkur verður í Officera-klúbbnum laugardaginn 25. febrúar og er enn hægt að tryggja sér miða.
-
Minningarmót Ragnars Margeirssonar fer fram sama dag og um kvöldið skunda allir í nýuppgerðan og glæsilegan Offann og skemmta sér með flottustu herrum landsins.
-
Örvar Kristjánsson sér um veislustjórn að þessu sinni en Njarðvíkingar hafa sýnt það og sannað upp á síðkastið að þeir eru með betri veislustjórum landsins. Örvar fær algert skotleyfi þetta kvöld og það verður gaman að sjá hver verður fyrir barðinu á honum.
-
Ræðumaður kvöldsins er markmaðurinn og pistlahöfundurinn Ómar Jóhannsson.
-
Málverkauppboðið verður glæsilegt en verk frá Tolla, Línu Rut, Rakel Steinþórs og fleiri flottum listamönnum verða boðin upp.
-
Meistarakokkurinn Ási hjá Menu sér um matargerðina en það er þriggja rétta gómsæt máltíð.
-
Garðar Örn Arnarsson, einn efnilegasti kvikmyndagerðarmaður landsins, sýnir glefsur úr stuttmynd sem hann er með í smíðum. Þau verða ekki keflvískari og flottari myndböndin hjá Gassa.
-
Miðapantanir í síma 421-5188 á skrifstofutíma og 840-0302 (Kristján Helgi) hvenær sem er sólarhrings. Einnig hægt að senda mail á kef-fc@keflavik.is og khj@internet.is.
-
Allt þetta og meira til laugardaginn 25. febrúar. Miðaverð aðeins 6.000 krónur. Húsið opnar 19:00 og borðhald hefst stundvíslega kl 20:00. Í fyrra voru 180 manns mættir og skemmtu sér konunglega, nú stefnum við að því að fá a.m.k. 200 manns og skemmta okkur enn betur. Sjáumst ferskir!!!!!