Herrakvöld Knattspyrnudeildar 27. febrúar
Herrakvöld Knattspyrnudeildar verður haldið í Oddfellowsalnum laugardaginn 27. febrúar. Eins og venjulega verður boðið upp á gómsætan mat og glæsilega dagskrá. Breiðbandið sér um veislustjórn, ræðumaður kvöldsins er Róbert Marshall og Örn Garðars sér um matinn af sinni alkunnu snilld. Verð er aðeins 5.000 kr. sem er sama verð og í fyrra. Þeir sem ætla að mæta geta haft samband við Einar Aðalbjörns í síma 861-2031 eða á einara@simnet.is. Og nú er bara að tryggja sér miða sem fyrst, mæta á þetta skemmtilega kvöld og styðja liðið okkar í baráttunni framundan.