Mikill áhugi er á Herrakvöldi Knattspyrnudeildar miðvikudagskvöldið 4. maí n.k. Fréttir berast af því að menn frá Englandi leggi nú land undir fót og ætli að mæta í Stapann og skemmta sér. Friðrik Ragnarsson fv. leikmaður Keflavíkur mun vera væntanlegur og sérlegur Ambassador okkar Keflvíkinga í London Desmond Barrow verður sérstakur gestur kvöldsins. Desmond hefur verið okkur Keflvíkingum innan handar á Englandi við ýmis mál sem síðar verður skýrt frá. Þeir sem áhuga hafa á miðum á Herrakvöldið er bent á leikmenn og stjórnarmenn deildarinnar og á skrifstofuna en síminn þar er 421-5188. ási