Herrakvöldið 5. maí
Föstudaginn 5. maí verður herrakvöld knattspyrnudeildar Keflavíkur haldið í KK-salnum við Vesturbraut og hefst kl. 19:30 en húsið opnar kl. 19:00. Dagskrá kvöldsins hefst með borðhaldi þar sem boðið verður upp á sjávarréttahlaðborð og kjötrétt. Verið er að vinna að skemmtidagsskránni og munum við auglýsa hana fljótlega hér á síðunni ásamt því að gefa upp ræðumann kvöldsins. Happadrættið góða verður á sínum stað ásamt fleiri uppákomum.
Þess má geta að einungis 130 miðar eru til sölu á herrakvöldið og þá gildir bara... fyrstur kemur, fyrstur fær.
Við hvetjum vinnufélaga og vinahópa til að taka sig saman, eiga góða kvöldstund og styrkja um leið starfsemi Knattspyrnudeildar Keflavíkur.
Upplýsingar gefa:
Hjörleifur Stefánsson í síma 893-9065
Ólafur Bjarnason í síma 892-9884
Reynir Ragnarsson í síma 693-4329
Jón Örvar Arason í síma 898-4213 eða sendið honum póst á jonorvar@leeds.is.
Það er jafnan kátt á hjalla á herrakvöldunum.