Fréttir

Knattspyrna | 3. mars 2009

Herrakvöldið föstudaginn 6. mars

Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á herrakvöld Knattspyrnudeildar sem er föstudaginn 6. mars.  Skemmtunin fer fram á Mánagrund og blásið verður til leiks kl. 19:00.  Að venju verður boðið upp á gómsæta veislurétti og fjölbreytt skemmtiatriði.  Bói á Duus sér um matinn, veislustjóri verður Ási Friðriks og ræðumaður kvöldsins Guðlaugur Þór Þórðarson.  Að sjálfsögðu verða svo óvænt skemmtiatriði sem enn eru í undirbúningi.

Miðaverð er 5.000 kr. en herrakvöld er jafnan mikilvæg fjármögnunarleið fyrir deildina okkar.  Að þessu sinni rennur afraksturinn í æfingaferð meistaraflokks í vor en það hefur sýnt sig undanfarin ár að þessar ferðir hafa skipt miklu varðandi undirbúning liðsins.  Þeir sem hafa áhuga á að tryggja sér miða geta haft samband við Einar Aðalbjörns í síma 861-2031 eða einara@simnet.is eða hjá Knattspyrnudeildinni í síma 421-5388.


Frá herrakvöldinu í fyrra, fyrrverandi formaður kvaddur.