Hertz-mót 6. flokks á laugardag
Laugardaginn 23. október fer fram knattspyrnumót í 6. flokki karla (8 og 9 ára) í Reykjaneshöll. Mótið er haldið af Barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Keflavíkur í samvinnu við bílaleiguna Hertz.
Þátttökulið í mótinu eru; Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Breiðablik, ÍR og Fjölnir. Fjöldi keppenda verður um 240 og má því gera ráð fyrir að vel yfir 500 manns verði í Höllinni þennan daginn. Mótið hefst kl. 8:40 á laugardagsmorguninn og því lýkur með verðlaunaafhendingu og pizzuveislu frá Langbest um kl. 13:00. Fólk er hvatt til þess að líta við í Reykjaneshöllinni og sjá unga og fríska pilta að leik.