Hilmar Geir Eiðsson til Keflavíkur
Hilmar Geir Eiðsson hefur gengið til liðs við Keflavík en hann skrifaði í dag undir 2ja ára samning við félagið. Hilmar er 25 ára og kemur frá Haukum þar sem hann hefur verið fastamaður og lykilmaður í liða Hauka síðustu árin. Hann á að baki eina 133 leiki fyrir Hauka í deild og bikar og hefur skorað í þeim 30 mörk. Hilmar er örfættur og hefur leikið á miðjunni. Við bjóðum Hilmar velkominn í hópinn.
Myndir: Jón Örvar