Fréttir

Knattspyrna | 27. mars 2011

Hilmar Geir með tvö í sigri á KA

Keflavík sigraði KA 4-2 í Lengjubikarnum á laugardag en leikið var í Reykjaneshöllinni.

Leikurinn byrjaði með látum og strax á 7. mínútu skoraði Hilmar Geir Eiðsson gott mark af stuttu færi eftir gott spil okkar manna.  KA jafnaði á eftir fimmtán mínútna leik þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði með skalla af stuttu færi.  Hilmar Geir kom svo Keflavík aftur yfir á 20. mínútu með stórglæsilegu skoti beint í sammarann.  En KA-menn voru ekki hættir og jöfnuðu á 24. mínútu með marki frá Elvari Páli Sigurðssyni.  Staðan var því 2-2 í hálfleik og Keflavíkurliðið var ekki að spila vel.

Keflavík byrjaði seinni hálfleikinn mun betur og liðið stjórnaði leiknum.  Andri Steinn Birgisson skoraði gott skallamark á 61. mínútu eftir aukaspyrnu Guðmundar Steinarssonar.  Það var svo Magnús Þórir Matthíasson sem skoraði fjórða markið á 87. mínútu með glæsilegu skoti utan teigs.  Góður 4-2 sigur þar sem Keflavík var miklu betra í seinni hálfleik og fékk góð færi á að skora fleiri mörk.

Staðan í riðlinum: KR er með 15 stig, ÍA 9, Keflavík er með 7 stig, Þór og Breiðablik 6 stig, Grótta og Selfoss 5 stig og KA er með 1 stig.  ÍA og Breiðablik mætast á þriðjudag og þá hafa öll liðin í riðlinum leikið fimm leiki.

Keflavík: Ómar Jóhannsson, Kristinn Björnsson, Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði, Ásgrímur Rúnarsson, Sigurður Gunnar Sævarsson, Bojan Stefán Ljubicic, Andri Steinn Birgisson, Einar Orri Einarsson, Hilmar Geir Eiðsson, Jóhann Birnir Guðmundsson og Guðmundur Steinarsson.

Varamenn: Árni Freyr Ásgeirsson, Ísak Örn Þórðarson, Frans Elvarsson, Viktor Smári Hafsteinsson, Theódór Halldórsson, Magnús Þór Magnússon og Magnús Þórir Matthíasson og komu þeir allir inná í seinni hálfleik nema Árni Freyr.


Hilmar Geir skoraði tvö góð mörk gegn KA.
(Mynd: Jón Örvar)