Fréttir

Knattspyrna | 7. janúar 2003

Hitaveitumótið um helgina

Jólamót Hitaveitu Suðurnesja verður í Reykjaneshöllinni um helgina.

Á föstudaginn leika FH og ÍA kl. 18:30 og síðan Keflavík og ÍBV kl. 20:30.

Á sunnudaginn leika liðin sem sigra á föstudeginum til úrslita kl. 14:00 en áður verður leikið um 3. sætið og hefst sá leikur kl. 12:00.