Fréttir

Hiti og strangar æfingar
Knattspyrna | 13. apríl 2013

Hiti og strangar æfingar

Gærdagurinn á Oliva Nova var góður hjá Keflavíkurliðinu.  Það voru tvær æfingar og menn tóku hressilega á því.  Zoran var með sóknarliðið og Gunni Odds með varnarpakkann á fyrri æfingunni og menn tóku virkilega á því.  Sævar markmanns með sína þrjá eins og venjulega og Falur á hlaupabrautinni.  Þokkalegur hiti eða 23 stig og sú tala átti eftir að hækka þegar leið á daginn. Morgunæfingarnar byrja kl. 10:00 og menn eru að koma á hótelið um 12:00.  Létt yfir mannskapnum og sumir skruppu í mollið og gerðu góð kaup.

Seinni æfingin var svo kl. 17:00 og allir á ferðinni.  Einar Orri er að koma sér í stand og var í lyftingasalnum til að byrja með og tók svo æfingar á æfingasvæðinu.  Arnór Ingvi og Magnús Sverrir með í upphitun og reitarbolta.  Ray var með á báðum æfingunum og er greinilega að koma til.  Síðan var spilað á þremur liðum með stutt á milli marka.  Þar var líf í tuskunum og markverðirnir Beggi og Sindri fóru á kostum.  Flott æfing.

Kveðja heim
Jón Örvar