Fréttir

Hittingur og hamborgarar fyrir leik
Knattspyrna | 2. maí 2014

Hittingur og hamborgarar fyrir leik

Í sumar ætla stuðningsmenn Keflavíkur að hittast fyrir leiki í félagsheimilinu í Íþróttahúsinu en þar verður opnað klukkutíma fyrir hvern leik.  Ekki þarf að skrá sig í neina klúbba eða slíkt en í staðinn verður opið fyrir alla sem vilja mæta og spjalla.  Það er upplagt fyrir alla fjölskylduna að mæta en boðið verður upp á grillaða hamborgara og gos á góðu verði.  Kristján þjálfari mætir um 40 mínútum fyrir leik og segir nokkur vel valin orð og jafnvel verður boðið upp á einhverjar óvæntar uppákomur í sumar.

Á sunnudaginn mæta þeir Baldur og Júlíus og taka nokkur lög en þeir ætla að byrja kl. 15:00.

Við hvetjum stuðningsmenn til að mæta og spjalla saman fyrir leik og styðja um leið knattspyrnuna í Keflavík.

Myndin með fréttinni er fengin að láni hjá Víkurfréttum.