Fréttir

Knattspyrna | 1. júlí 2003

Hjörring-ferðin hjá stelpunum

Níu stúlkur fóru ásamt drengjum úr 3. flokki Njarðvíkur á vinarbæjamót í Hjörring í Danmörku nú á dögunum.  Lagt var eldsnemma af stað sunnudaginn 22. júni og komið til Hjörring um miðjan dag eftir að millilent hafði verið á Kastrup.  Mótið átti ekki að hefjast fyrr en á þriðjudag þannig að mánudagurinn fór í að labba niður í bæ og hlaupa á milli búða í úrhellisrigningu.

Tveir leikir fóru fram á þriðjudeginum í roki og rigningu (ekta íslenskt veður).  Stelpurnar unnu báða sína leiki sem og drengirnir.  Um miðjan daginn var síðan farið í sundferð til Skallerup.

Á miðvikudag var síðan haldið í sumar- og sundlaugagarð í Farup og ekki meira gert þann daginn!

Fimmtudagurinn rann upp og nú skyldu síðustu leikirnir spilaðir í glampandi sól og 25 stiga hita.  Stelpurnar töpuðu báðum sínum en strákarnir unnu einn leik og töpuðu hinum.  Stelpurnar lentu í 3. sæti í sinni keppni og strákarnir í 2. sæti.  Samanlagt lenti hópurinn fyrir hönd Reykjanesbæjar í 2. sæti á lakari markatölu en Finnar sem sigruðu þetta vinarbæjamót að þessu sinni.

Haldið var heim eldsnemma á föstudagsmorgun og var það ansi þreyttur hópur sem gekk frá borði Iceland Express flugvélarinnar er komið var í Leifsstöð.  Ferðin þótti takast með glæsibrag og eiga þessir krakkar hrós skilið fyrir frammistöðu sína þessari ferð til Hjörring.

Úrslitin hjá stelpunum:
Kerava (Finnland) - Keflavík: 1 - 2 (Eva Kristinsdóttir og Heiða Guðnadóttir)
Trollhattan (Svíþjóð) - Keflavík: 1 - 4 ( Karen Sævarsdóttir 3, Eva Kristinsdóttir)
Kristiansand (Noregi) - Keflavík: 3 - 0
Fortuna Hjörring (Danmörk) - Keflavík: 5 - 2 (Karen Sævarsdóttir og Heiða Guðnadóttir)

Elís Kristjánsson, þjálfari