HK - Keflavík á föstudag kl. 20:30
HK og Keflavík leika í Lengjubikarnum föstudaginn 3. apríl. Leikurinn fer fram í Kórnum í Kópavogi og hefst í seinna lagi eða kl. 20:30. Okkar menn hafa unnið þá þrjá leiki sem þeir hafa þegar leikið í riðlinum en HK-menn hafa 4 stig eftir þrjá leiki. Það hefur ekki vantað mörkin í leiki Keflavíkur hingað til en liðið hefur unnið 3-2, 4-2 og 4-1. Það er því ekki vitlaust að skella sér í Kópavoginn, þ.e. fyrir þá sem ekki fara mjög snemma í háttinn. Dómari leiksins verður Gunnar Jarl Jónsson og honum til aðstoðar verða þeir Smári Stefánsson og Árni Heiðar Guðmundsson.