HK í bikarnum
Keflavík mætir HK í undanúrslitum VISA-bikarsins en dregið var nú í hádeginu. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli sunnudaginn 26. september kl. 14:00. Daginn áður mætast FH og KA í hinum undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikurinn verður síðan á Laugardalsvellinum laugardaginn 2. október.
HK leikur í 1. deild og er nú í 2. sæti deildarinnar. Liðið hefur verið að leika feykivel í bikarnum og slegið þar út ÍA, Reyni Sandgerði og Val. Þess má geta að fyrirliði liðsins er fyrrverandi leikmaður okkar, Gunnleifur Gunnleifsson.