Fréttir

Knattspyrna | 5. júlí 2005

HK-Keflavík í VISA-bikarnum í kvöld

Keflavík mætir HK í VISA-bikarnum í Kópavogi í kvöld kl. 19:15.  Við Keflvíkingar þekkjum vini okkar úr HK vel en við rétt náðum að sigra þá í undanúrslitum VISA-bikarsins á Laugardalsvelli sl. sumar.  Leiknum lauk 0-1 en HK skoraði sjálfsmark í leiknum.  Það verður því við ramman reip að draga í kvöld enda HK-liðið mikið stemmingslið sem hefur gott fólk að baki sér.  Stuðningsmenn Keflavíkur eru því hvattir til að mæta á Kópavogsvöll í kvöld og veita liðinu verðugan stuðning til að sigrast á HK svo liðið berjist áfram og verji VISA-bikarmeistaratitil sinn frá síðast ári.