Fréttir

Knattspyrna | 30. desember 2005

Hólmar fer á lán

Hólmar Örn Rúnarsson verður á láni hjá sænska 1. deildarliðinu Trelleborg TF fyrstu mánuði ársins 2006.  Glugginn til að skipta yfir í lið á Norðurlöndum lokar 1. apríl svo hans mál skýrast fyrir þann tíma.  Hólmar sem heimsótti liðið í desember er spenntur fyrir því að leika með liðinu og gera við það samning en það kemur í ljós fyrir 1. apríl.  Að öðrum kosti kemur Hólmar Örn heim og leikur með Keflavík í sumar.


Hólmar Örn gefur skipanir í Evrópuleiknum í Luxemborg.
(Mynd:
Jón Örvar Arason)