Fréttir

Knattspyrna | 29. ágúst 2008

Hólmar og Hallgrímur í landsliðum

Þeir Hólmar Örn Rúnarsson og Hallgrímur Jónasson eru báðir í landsliðum Íslands sem leika í næstu viku.  Hólmar er í A-landsliðshópnum sem mætir Noregi og Skotlandi í undankeppni HM en Hallgrímur er í U-21 ára landsliðinu sem leikur gegn Austurríki og Slóvakíu í undankeppni EM U-21 árs liða.  Við óskum piltunum og félögum þeirra að sjálfsögðu góðs gengis í baráttunni fram undan.