Hólmar Örn Rúnarsson og Jónas Guðni Sævarsson hafa báðir skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Keflavík. Verið er að ræða við fleiri leikmenn og er reiknað með því að flestir yngri leikmennirnir í leikmannahópnum skrifi undir samninga á næstu dögum. Áhersla hefur verið lögð á að ganga frá langtímasamningum við yngri leikmenn liðsins og tryggja þannig nánustu framtíð félagsins. Flestir geta verið sammála því að framtíðin sé björt og því ánægjulegt að lykilmenn liðsins ætli að taka þátt í henni.