Fréttir

Knattspyrna | 14. mars 2006

Hólmar Örn á heimleið

Hólmar Örn Rúnarsson er á heimleið frá sænska liðinu Trelleborgs FF þar sem hann hefur verið á kaup/lánssamningi undanfarnar vikur.  Þrátt fyrir ágæta frammistöðu Hólmars þróuðust mál hans hjá sænska liðinu þannig að hann er nú á leið heim til Keflavíkur og gæti jafnvel verið kominn í leikmannahóp Keflavíkurliðsins fyrir næstu helgi.  Það er ljóst að það er liðinu mikill styrkur að fá Bóa aftur í sínar raðir og við bjóðum piltinn velkominn.