Hólmar Örn frá í 6-8 vikur
Eins og fram hefur komið meiddist Hólmar Örn Rúnarsson í leiknum gegn Fylki í gær. Læknisskoðun hefur nú leitt í ljós að Hólmar er ristarbrotinn og hann verður frá í 6-8 vikur. Þetta er mikið áfall fyrir liðið okkar enda er pilturinn fyrirliði þess og lykilmaður. Það er því ljóst að ungu leikmennirnir okkar verða að stíga fram og hlaupa í skarðið næstu vikurnar. Við óskum Bóa góðs bata og vonumst til að sjá hann á vellinum sem fyrst.